Lax-á ehf

Lax-á Angling Club

22 July 2014 Höf.
 
Þriggja daga holl var að losna í Eystri Rangá 15-18. ágúst næstkomandi en alls eru átta stangir falar þessa daga. Lausar stangir má nálgast á vefsölu Lax-á (www.lax-a.is) en ein stöng með fæði og gistingu innifalið kostar 157.800 á dag. Ef tveir eru um stöng skal greiða 25.000 fyrir fæði gistingu fyrir auka mann í veiðihúsi við komu. 
 
Sambærileg vika síðustu ár hefur verið að gefa að meðaltali 544 laxa síðustu ár, hæst hefur hún farið í 955 laxa en lægst 162 (sjá www.ranga.is). Eystri Rangá stendur í dag í rúmum 500 veiddum löxum og er talsvert af vænum tveggja ára laxi að veiðast. Nánari upplýsingar má finna á vefsölu Lax-á eða á skrifstofunni í síma 531-6100.
21 July 2014 Höf.

GÍsli með maríulaxinn sinn úr Svartá

Hallá er í góðu geymi en hún nálgast 50 laxa múrinn samkvæmt veiðimönnum sem voru að klára sinn túr. Þeir fengu tvo smálaxa  í gljúfrunum, annan í neðsta hyl og annan rétt fyrir ofan fossa. Þeir misstu nokkra dreka og sáu töluvert af fiski í Kjalarlandsfossum og eitthvað sáu þeir uppi á dal.

17 July 2014 Höf.

Ágúst Heimir Ólafsson með vænan lax úr Hvannadalsá

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru að koma úr Hvannadalnum.

Mikið vatn er í ánni en þar kemur til bæði miklar snjóbirgðir í fjöllum eftir veturinn og þessi rigningartíð sem hefur hrellt vesturlandið þetta sumarið. Vonandi horfir til betri vegar eftir því sem snjóalög minnka og....rignir örlítið minna.

Fréttabréf

Ekki missa af neinu. Fáðu fréttabréfið okkar í tölvupósti

Lax-á ehf

  • Sími: (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Ertu Social?

Við erum virk á facebook og twitter.