Lax-á ehf

Lax-á Angling Club

24 July 2014 Höf.

Blanda sv. III

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru alveg rífandi kátir á svæði þrjú í Blöndu.  Eftir tvær vaktir voru þeir komnir með yfir 20 laxa og settu þar með bókina í hátt í 50 fiska.

22 July 2014 Höf.
 
Þriggja daga holl var að losna í Eystri Rangá 15-18. ágúst næstkomandi en alls eru átta stangir falar þessa daga. Lausar stangir má nálgast á vefsölu Lax-á (www.lax-a.is) en ein stöng með fæði og gistingu innifalið kostar 157.800 á dag. Ef tveir eru um stöng skal greiða 25.000 fyrir fæði gistingu fyrir auka mann í veiðihúsi við komu. 
 
Sambærileg vika síðustu ár hefur verið að gefa að meðaltali 544 laxa síðustu ár, hæst hefur hún farið í 955 laxa en lægst 162 (sjá www.ranga.is). Eystri Rangá stendur í dag í rúmum 500 veiddum löxum og er talsvert af vænum tveggja ára laxi að veiðast. Nánari upplýsingar má finna á vefsölu Lax-á eða á skrifstofunni í síma 531-6100.
21 July 2014 Höf.

GÍsli með maríulaxinn sinn úr Svartá

Hallá er í góðu geymi en hún nálgast 50 laxa múrinn samkvæmt veiðimönnum sem voru að klára sinn túr. Þeir fengu tvo smálaxa  í gljúfrunum, annan í neðsta hyl og annan rétt fyrir ofan fossa. Þeir misstu nokkra dreka og sáu töluvert af fiski í Kjalarlandsfossum og eitthvað sáu þeir uppi á dal.

Fréttabréf

Ekki missa af neinu. Fáðu fréttabréfið okkar í tölvupósti

Lax-á ehf

  • Sími: (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Ertu Social?

Við erum virk á facebook og twitter.