Lax-á ehf

02 March 2015 Höf.

Kæru veiðimenn,

Við þökkum frábærar viðtökur við vildarklúbbnum okkar og hlökkum til að færa ykkur margt skemmtilegt tengt veiðinni á næstunni.

Meðlimir í klúbbnum eru þeir einu sem munu hafa aðgang að tilboðum hjá okkur. Ekki verður um önnur tilboð að ræða hjá Lax-Á.

27 February 2015 Höf.

Nú fer að styttast í silungsveiðina hér á Íslandi en fyrir þá sem ekki þekkja fór laxveiðin af stað í Skotlandi núna 1.febrúar. Við hjá Lax-á förum á hverju ári á vorin í ánna Dee í Skotlandi til að ná úr okkur veiðihrollinum og renna fyrir lax. Afar góð upphitun fyrir tímabilið hér á klakanum.

Fyrir áhugasama þá bjóðum við stangir á hinu sögufræga Lower Crathes veiðisvæði og Birse í Dee. Vorveiðin, apríl og maí, á þessum svæðum er að meðaltali milli 30-40 laxar per mánuð og eru svæðin með þeim betri í ánni.

25 February 2015 Höf.

Við höfum fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um vorveiðidaga á silungasvæðum okkar í Ásgarði og Tungufljóti síðustu vikurnar og hafa þessi svæði nú verið uppfærð inná vefsölu Lax-á. Bæði þessi svæði opna núna 1.apríl og eru áhugaverðir möguleikar fyrir veiðimenn til að væta færi þessa fyrstu veiðidaga ársins.

Lax-á ehf

  • Sími:  (+354) 531-6100
Akurhvarf 16, 203 Kóp
Kt. 690589-1419
 
Opið virka daga frá kl 9-17

Vertu vinur

Við erum virk á facebook og twitter.