Það hefur verið framúrskarandi veiði á silungasvæðinu í Ásgarði, sem er auðvitað kærkomið sérstaklega á þessum skrítnu samfélagstímum. Bleikjurnar sem veiðst hafa flestar hverjar verið mjög stórar svo gamanið er mikið.
Veiðin hefur farið upp í 30 fiska daga og helst hefur veiðst á púpur upp á síðkastið. Í heildina eru nú komnir 210 silungar á land!
Það eru 4 stangir leyfðar á svæðinu og eru þær oftast seldar tvær saman í pakka. Hægt er að kaupa leyfi beint á netinu hér.