254 silungum hefur verið landað í Ásgarði á silungasvæðinu síðan það opnaði. Það er stórgóð veiði og mjög mikið um stórar og sterkar bleikjur. Veiðin hefur því nú þegar næstum náð heildarveiðitölu síðasta árs yfir veiddar bleikjur á svæðinu og enn er nóg eftir af veiðitímabilinu fyrir þetta árið, það verður því áhugavert að fylgjast með veiðitölunum á komandi mánuðum.
Fram til 20. júní geta veiðimenn veitt silung á öllu svæðinu en eftir 20. júní er aðeins veitt á silungasvæðinu eftir að laxveiðin hefur verið opnuð. Það er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja geta farið um allt svæðið að nýta tækifærið áður en laxveiðitímabilið opnar og kynnast því í þaula.
Það eru tvær stangir seldar saman á silungasvæðinu, 4 stangir í heildina. Hér er hægt að finna lausar stangir, vefsala.