Við hjá Lax-á höfum undanfarin ár boðið upp á skemmtilega kosti í veiði utan landsteinanna fyrir ævintýraglaða veiðimenn. Má þar nefna Rússland og Skotland en þangað hafa íslenskir veiðimenn farið til fjölda ára og líkað vel.
Einn af þeim áhugaverðu kostum sem við bjóðum upp á eru ferðir til Mongólíu. Þar eru menn að sækja í fisk sem getur orðið ógnarstór og heitir Taimen eða Síberíulax. Fiskarnir sækja flugurnar í yfiborðið af grimmd og tökurnar eru ævintýralegar, og við erum ekki að tala um neina titti – fiskar yfir 100cm eru algengir, stærsti Síberíulax sem veiðst hefur var 210cm og 105kg!
Nú er nýverið lokið tímabilinu í Mongóliu og var stærsti fiskurinn heilir 147cm og margir voru allt að 130cm.
Jóhann Davíð veitir glaður frekari upplýsingar um laus tímabil og verð 2015 – jds@lax-a.is