Af metlöxum úr Blöndu

Hinn geðþekki gæd í Blöndu – Þorsteinn Hafþórsson tjáði mér í gærkveldi að tveir 98 cm laxar hefðu veiðst á svæði eitt í Blöndu með skömmu millibili.

Hann sendi mér svo mynd af öðrum þeirra sem mér fannst heldur rýr og sumir töldu þetta hoplax þegar þeir sáu mynd af honum. En sú er aldeilis ekki raunin. Laxinn var mældur 8,6 kíló og var grálúsugur, hann var semsagt nýgenginn  þó ekki hefði hann fengið allt of mikið að éta í Húnaflóanum. 

Þorsteinn kom með þá skýringu að hann hafi farið í stuttan túr út í haf og komið svo aftur. Hver sem skýringin er þá er þetta nokkuð merkilegt og víst að Blanda á nú um stundir met fyrir stærstu laxa veidda. En hvað það stendur lengi er önnur saga. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is