Vatnskortur er að hrjá margar árnar þessa dagana eins og veiðimenn hafa líklegast heyrt af. Þó eru nokkrar ár sem aldrei eiga í vandræðum með vatnsbúskap eins og Rangárnar, Blanda og Sogið.
Ásgarður í soginu opnaði þann 1.07 og hafði opnunarhollið þrjá laxa úr ánni en misstu alveg helling þar sem tökur voru grannar.
Leirvogsá er þegar þetta er ritað kominn með fimm laxa en undirritaður átti því láni að fagna að kíkja í ána í tvo tíma í gær og var einn misstur og einn kom á land ásamt flundruskratta. Það var fiskur bæði í Kvörn og Móhyl en ég prófaði ekki ofar en að brú.
Eystri Rangá er búin að vera í stuði og eru að koma 30-40 laxar úr ánni á dag og hann er nokkuð vel dreifður strax þó mest sé þetta á neðri svæðum.
Tungufljót gaf 4 laxa á þriðjudaginn en við höfum ekki heyrt fréttir síðan.
Við eigum daga á næstunni í öll þessu svæði og er hægt að gera góoð kaup í vefsölunni hjá okkur hér: Vefsala Lax-Á