Hallá
Hallá er lítil og skemmtileg á, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa, þeir eru ófáir maríulaxarnir sem hafa komið úr ánni. Hallá er viðkvæm dragá um 16 kílómetra löng en veiðisvæðið sjálft er hátt í 10 kílómetrar. Neðri hluti ánnar fellur að hluta til í gljúfri en fyrir ofan veiðihúsið hægist á ánni og hagur fluguveiðimanna vænkast þar til muna, hartnær 7 kílómetra fram dalinn.
Hvannadalsá
Hvannadalsá er gullfaleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa. Áin er blátær og auðvelt er að koma auga á tifandi laxinn í gljúfrunum. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Árnar eru oft kallaðar systurnar við djúp enda hafa þær sameiginlegan ós.