Þessi laxveiði getur verið undarleg. Í fyrra byrjaði Hallá af feiknakrafti og virtist misskilja það orðspor sitt að hún væri hrein síðsumarsá. Í ár er hún tekin til við fyrri iðju og var fremur laxafá í upphafi tímabils en okkur sýnist að nú sé hún að fara að spýta í.
Holl sem var að klára veiðar var þannig með 4 laxa bókaða og margir misstir, laxarnir voru á bilinu 3-5 pund silfugljáandi nýslegnir Allt gerðist þetta á stöðunum fyrir neðan brú og virðist því sem góð gusa hafi komið inn ána.
Í heildina eru komnir um 20 laxar í bókina sem er minna en í fyrra, en ekki er öll nótt úti enn og besti tíminn eftir – síðsumarið.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is