Blanda svæði II er skemmtilegt svæði þar sem veitt er á fjórar stangir á flugu eingöngu. Svæðið gefur oft glettilega góða veiði og sækja sömu hópar í það ár eftir ár. Vel rúmt er um stangirnar fjórar og margir skemmtilegir veiðistaðir. 

25 punda lax úr Blöndu_03

Veiðihús:  Svæðið er selt sem leyfi eingöngu. Hægt er að panta gistinu  með Blöndu svæði II í Móbergi gegn gjaldi.

Móberg er lúið og komið til ára sinna, engin lúxus en ágætt til síns brúks. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, eldhús með helstu eldhúsáhöldum og stofa. Gasgrill er við húsið. Ekki er frystikista en hægt er að fá að geyma afla í Hólahvarfi. Það þarf að taka með sér sængur eða svefnpoka, rúmföt, handklæði, tuskur og viskastykki. Veiðimenn mega mæta í hús klukkutíma áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkutíma eftir að veiði lýkur. Munið að ræsta vel húsið og taka allt rusl.

Blanda Svæði II : Nær frá dæluhúsi í landi Breiðavaðs að fremsta grjótgarði úti í Blöndu, við heimreið að Æsustöðum að austan. Að vestan ræður merki sem þar hefur verið sett niður og er nokkru framar. Veiðistaðir 201 – 277

Bannað er að veiða í Ennisholu – Nr.200

Staðsetning: Norðvesturland. Blanda rennur í gegnum Blönduós, um 270 km frá Reykjavík.

Stangarfjöldi: 4 stangir. Seldur er einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis.

Tímabil: Svæði II er selt sér frá 20. júní – 26. júní og 3.ágúst – 20. sept.

Daglegur veiðitími: 

7-13 og 16–22 (20. jún.–20. ág.)

7-13 15–21 (21. ág.–20. sept.)

Meðalvigt: 8 pund.

Leyfilegt agn: Eingöngu Fluga

Kvóti: Einn hængur undir 68cm á stöng á vakt, ekki er heimilt að færa óveiddann kvóta á milli vakta. 

DSC00026

Svæðaskipting: 

Á Blöndu svæði II eru 4 stangir og skiptist svæðið þannig: Tvær stangir eru á svæðinu frá Laugahvammi að Bjarnarstreng (veiðistaðir 201 að 260).Tvær stangir eru á svæðinu frá Einarsbreiðu og uppfyrir Svarthyl ( veiðistaðir 261 að 277). Veitt er í hálfan dag á hvoru svæði og því skipt innbyrðis eða eftir öðru samkomulagi.Komist allar stangir að samkomulagi um aðra skiptingu en þá sem hér er lýst skal sú kipting gilda fyrir það holl.

Athugið að vegna öryggissjónarmiða er ekki lengur bátur fyrir neðan Svarthyl.

Veiðimenn verða að mæta í veiðihúsið Hólahvarf hálftíma fyrir veiði til að draga um skiptingar nema þeir hafi keypt allar stangir.

Veiðileiðsögn: Veiðileiðsögn á svæði II í Blöndu 

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15” fyrir línu 9-11.

Kort: Blanda II

Vatnsstaða:  

Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall. Síðustu ár hefur einnig borið á því að vélar eru keyrðar í virkjun sem getur haft grugg í för með sér. Þegar Blanda fer á yfirfall eða vélar eru keyrðar hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágústmánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall eða vélar eru keyrðar. Lax-Á getur því ekki borið ábyrgð á ástandi vatnsins þegar veiðimenn eru við ánna. Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2015 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

Staðsetning – Móberg veiðihús 

L1020254

L1010821

DSC00244

DSC00084

DSC00062

DSC00056

DSC00037

DSC00019

Blanda sv 2, Pasi (8)