Við heyrðum fréttir af veiðimanni sem er nú staddur í Miðdalsá á Ströndum. Hann var kominn með einn lax og tvær bleikjur strax klukkan níu í morgun og hafði líka misst einn lax.
Þessa fiska setti hann í á stað sem er sirka í miðju gljúfrinu, mitt á milli vaðs og foss.
Miðdalsá fór seint af stað líkt og margar ár á landinu en við bindum vonir við að hún sé að hrökkva í gang. Við höfum sett restina af dögunum okkar á tilboðsverð á agninu og er nú hægt að skella sér í ána á góðu verði.
Veiðileyfi á tilboðsverði má finna hér: Miðdalsá Veiðileyfi
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is