Klakkistur í Svartá

Kæru veiðimenn,

 

Við erum búin að koma fyrir klakkistu við Brúnarhyl í Svartá og aðra við Raflínustreng. Við værum afskaplega þakklát ef þeir sem eiga leyfi í ánni í haust myndu sleppa lífvænlegum fiski í kistuna, sérstaklega hrygnum.

Þannig geta veiðimenn hjálpað okkur að byggja upp stofninn í ánni svo veiðin verði jafnvel enn betri í Svartá á næstu árum.

 

 

Veiðikveðja,

 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is