Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað upp á síðkastið en þar virðist vera eitthvað af laxi. Hópur sem var við veiðar í gær fékk 9 laxa og slatta af urriða.
Flestir komu laxarnir komu úr Hólmabreiðu, en þeir voru að fá hann líka í Faxa og meira að segja tvo uppi á miðsvæði.
Þess má geta að líkt og fleiri ár þá var Tungufljót afar seint í gang þetta sumarið, nú eru einungis nokkrir dagar eftir af tímabilinu í fljótinu en veitt er til 1. október.