Samkvæmt okkar kokkabókum eða réttara sagt veiðibókum er komið nýtt met í Svartá í Húnavatnssýslu. Eldra metið var frá árinu 1998 og hljóðaði upp á 619 laxa en nú á sunnudaginn var áin komin í 625 laxa.
Töluvert hefur verið um hlunka úr ánni líkt og hún er þekkt fyrir, stærsti laxinn í sumar var 22 pund.
Við félagarnir af skrifstofunni kíktum í ána um helgina og gerðum ágætis túr, ekkert mok en fínt samt. Á tæpum degi í veiðitíma fengum við fimm laxa og misstum tvo. Stærsti laxinn var 88cm og þrír af fimm voru tveggja ára fiskar yfir 70cm – allt hængar.
Nú er framboð heldur farið að þynnast í ánni fyrir næsta ár og um að gera að hafa hraðar hendur til að komast í þessa perlu.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is