Tungufljót gaf þegar best var yfir 2800 laxa árið 2008 þegar sleppingar skiluðu sér af krafti. Nú hefur ræktunarátak við ána aftur verið sett í fullan gang og því má búast við aukinni veiði á næstu árum. Þrátt fyrir engar sleppingar voru margir að fá ágætis veiði úr fljótinu árið 2014 og komu meðal annars á land þrír fiskar yfir 20 pund. Á meðan áin er að ná fyrri styrk verður verði veiðileyfa stillt í hóf og hægt er að gera mjög góð kaup með því að fjárfesta í leyfi í Tungufljóti
Laxasvæðið í Tungufljóti nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú. Þetta veiðisvæði er að mestu ókannað og því erfitt að fullyrða um bestu veiðistaði
Staðsetning:
Um 85 km frá Reykjavík, keyrt er í gegnum Hveragerði til Grímsnes, haldið beint áfram í gegnum Reykholt og um 4 km áfram í átt að fossinum Faxa sem er efsti veiðistaðurinn á laxasvæðinu í Tungufljóti.
Veiðisvæði VesturbakkaTungufljóts: TVÆR stangir eru á vesturbakka Tungufljóts. Frá Faxa og niður að Borgarholtshyl
Veiðisvæði AusturbakkaTungufljóts: TVÆR stangir eru á austurbakka Tungufljóts. Frá Faxa og niður að Borgarholtshyl
Stangafjöldi: 2 stangir. Seldir eru heilir dagar þar sem ekki er veiðihús á svæðinu. Hægt er að kaupa stakar stangir.
Tímabil: 24. júní – 1 október
Daglegur veiðitími:
7-13 og 16-22 (24. júní – 20 ágúst)
7-13 og 15 21 (20 ágúst – 19 september)
8-20 (20. september-1. október)
Meðalvigt: 5 pund
Leyfilegt agn: Aðeins fluga
Kvóti: Tveir smálaxar á stöng á dag, öllum laxi yfir 70cm ber að sleppa!
Veiðitæki: Tvíhenda 12-14″, sökkendi
Bestu flugurnar: Snælda 1/2″-1″ allir litir, Frances túpur allir litir sérstaklega með keiluhaus, Collie dog og Sunray shadow
Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir með veiðileyfum. Jónas veiðivörður s. 694 7444