Norðurá II

Norðurá II hefur í gegn um tíðina verið einhver gjöfulasta laxveiðiáin á Íslandi. Norðurá á sér ríka sögu veiða og var hún fyrst uppgötvuð sem veiðiá ef svo má segja af breskum aðalsmönnum á nítjándu öldinni. 

Norðurá hefur átt sér sérstakan sess í hjarta íslenskra veiðimanna og ber hún heitið: “fegurst áa” með miklum sóma.

Vatnasvæði Norðurár er gríðarvíðfemt en hún á upptök í Holtavörðuvatni 62 km frá sjó og telst vatnasvið árinnar vera 518 km. Fossarnir Laxfoss og Glanni voru lengi farartálmi laxa en nokkuð er síðan gerður var fiskistigi í Laxfoss og sprengt við Glanna til að greiða för. Eftir þetta á laxinn greiða leið allt upp að Holtavörðuheiði.

Veiðimenn ATH

Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum  stórlaxi 70 cm plús.

Kvóti: Einn smálax á stöng á dag

Staðsetning:  Vesturland, um 110 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði Norðurár II 

Er nokkuð breytilegt á veiðitímanum. 5. júní til 6. júlí (hádegi) er veiðisvæðið frá Engjanefi til og með Kálfhylsbroti. Frá 6. júlí (hádegi) og til 1. sept. (hádegi) er veiðisvæðið frá og með Símastreng og upp að brú við Fornahvamm.

Stangarfjöldi: 3 stangir á Norðurá II 

Tímabil : 6. júní – 8. september

Seld holl/dagar: tveggja og þriggja daga holl frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími :

8–13 og 16–22 (opnun – 14. ágúst.) 8-13 og 15-21 (15.08 – 08.09)

Veiðitölur – öll áin:

Veiði 2010: 2279 laxar : Veiði 2011: 2134 laxar : Veiði 2012: 993 laxar

Veiði 2013: 3351 laxar : Veiði 2014: 924 laxar : Veiði 2015: 2886 laxar

Veiði 2016: 1342 laxar : Veiði 2017: 1719 laxar : Veiði 2018: 1692 laxar

Veiði 2019: 577 laxar : Veiði 2020: ??? laxar

Meðalvigt: 6 pund.

Leyfilegt agn: Aðeins fluga með þess til gerðum stöngum.

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 12-14”, lína 8-10.

Bestu flugur: Blue Charm, Snælda, Black & Blue, Sunray shadow, Frances, Collie Dog ,Willie Gun, Haugur og ýmsar  gáruhnútstúpur og örtúpur.

Staðhættir og aðgengi: Gott, 4×4 bílfært að langflestum veiðistöðum.

Veiðihús Norðurá II:

Lítið, snoturt veiðihús staðsett í land Hvamms, nefnt eftir samnefndum veiðistað, Skógarnefi. Í húsinu eru þrjú herbergi auk svefnlofts og hafa  veiðimenn sem stunda veiðar í Norðurá II þarna afdrep. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat.

Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför, einstaklingur úr sveitinni sér um það ásamt því að skipta á rúmum og setja hrein handklæði. Þessi þjónusta er innifalin í verðinu. Í húsinu er eldhúskrókur, lítil borðstofa og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum.

Baðherbergið er með sturtu. Aðstaða er til að gera að fiski, utan dyra, frystikista í útigeymslu, gasgrill, bekkir og borð á ágætis palli fyrir utan. Húsið stendur í fallegri kjarrvaxinni hlíð, skammt frá þjóðvegi nr. 1 og eru lyklar í lásboxi rétt við innganginn.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Veiðikort: 

Veiðibók: Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Sími í veiðihúsi: 435 0098

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100 –