Hallá var heldur seinni til í sumar sem leið heldur en 2014, í raun má segja að hún hafi aftur tekið til við fyrri iðju að haga sér sem síðumarsá.
Árið 2014 var um margt undarlegt því áin opnaði með hvelli og vel veiddist fyrstu dagana. Í ár var ekki jafn líflegt í upphafi en þó veiddist lax strax í opnun og nokkrir dagana á eftir. Í byrjun júlí var áin í rétt tæpum 10 löxum miðað við yfir 30 árið á undan.
En Hallá skilaði sínu að lokum. Göngur voru óvenju seint á ferðinni í ár en þeir sem hittu á fyrstu alvöru smálaxagöngurnar gerðu fantagóða veiði. Hallá endaði svo tímabilið í meðalveiði líkt og svo oft áður. Hallá er nokkuð traust veiðiá að því leyti að sveiflur eru litlar, hún er alltaf á sínu róli á milli 120-200 löxum á sumri.
Hallá hefur altaf verið vinsæl hjá okkur enda er hún tveggja stanga á með ágætis húsi. Sérlega vinsælt hefur verið hjá fjölskyldum og litlum hópum að sækja ána heim.
Við eigum nokkra ágætis daga eftir í Hallá 2016, þar er hægt að gera prýðiskaup í veiðileyfum.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is