Nú fer að styttast í vertíðaropnun og ekki laust við að skjálfa sé farið að gæta í spenntum veiðimönnum. Margir eru mættir á bakkann á slaginu sjö þann fyrsta apríl hvort sem það er frost eða ekki. Við höfum janfnvel heyrt sögur af veiðimönnum sem komu að ánni sinni íslagðri en dóu ekki ráðlausir og brutu nokkra fleka af ánni. Síðar sama dag var góður blettur búinn að ryðja sig og þar var kastað. Engar sögur fara af aflabrögðum.
Við hjá Lax-Á bjóðum upp á nokkur skemmtileg svæði í vorveiðina. Fyrst ber að nefna Tungufljótið okkar við Geysi sem er fantafín silungsveiðiá en ögn vandveidd. Það þarf þolinmæði og tíma til að finna hann á vatnasvæðinu. Þeir sem sem hafa gefið sér tíma í að kynnast svæðinu hafa undantekningalaus gert góða veiði. Stærstu fiskarnir síðasta sumar voru 7 og 9 pund.
Hún Lotta prófaði svæðið síðasta sumar og hér má sjá afraksturinn:Lotte í Tungufljóti
Verð í Tungufljótið er einungis 5000 krónur stöngin á dag og hægt er að kaupa leyfi beint á netinu hér: Tungufljót vefsala
Silungasvæðið í Ásgarði getur líka verið stórgott, en hún er skratti dyntótt bleikjan í Soginu. Um helgar og daginn fyrir frídaga seljum við húsið og þrjár stangir í pakka á 30.000 en virka daga seljum við heila daga á 5000 kall.
Hægt er að kaupa leyfi hér: Ásgarður silungur – vefsala
Aðeins síðar eða þann 15. apríl opnar svo silungsveiðin í Blöndu. Þar hafa stangirnar fjórar úr gríðarmiklu svæði að ráða og veiðin getur verið ansi góð. Þó menn séu ekki að miða á silunginn í Blöndu á sumrin þá er samt mikið af honum í ánni og hann getur verið vænn. Við getum útvegað gistingu í veiðihúsinu við Svartá eða í Móbergshöllinni.
Hægt er að kaupa leyfi hér: Blanda vorveiði – vefsala
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is