Silungasvæði Tungufljóts – Ágætis opnunardagur

Tveir ungir og efnilegir veiðimenn kíktu á silungasvæði Tungufljóts 1.apríl síðastliðinn og opnuðu þar með veiðiárið hjá okkur Lax-á. Fengu þeir félagar ágætis veður til veiða þó að það hafi hvesst þegar leið á daginn. Þeir gerðu ágætis hluti á efri hluta silungasvæðisins en annar veiðimannanna, Arnar Tómas Birgisson, sendi okkur stutta línu yfir veiði dagsins.

„Þetta var mjög fìnt i gær en töluvert rok. Við löndaði einum 33cm og missti tvo ì Laugá en urðum varir við fisk ármótum Laugá og Almenningsár. Fengum einnig eina væna töku í ármótum Almenningsár og Tungufljots en allt kom þetta á Black Ghost keilu nr.6“.

Ágætis dagur hjá þeim veiðimönnum og gott að byrja árið á fiski í fyrsta veiðitúr. Bendum á að hægt er að nálgast veiðileyfi á silungasvæði Tungufljóts á vefsölu Lax-á en veiðikort af svæðinu má einnig finna inná vefsíðunni.

johann@lax-a.is