Við kynnum til leiks nýjan veiðivörð í Tungufljóti í sumar.
Jónas Unnarsson er 37 ára fluguveiðimaður. Hann hefur veitt bæði lax og silung í 16 ár, fluguveiði er hans aðaláhugamál og hefur hann undanfarin ár lagt mikið á sig við að afla sér þekkingar og fræðslu sem kemur til að nýtast honum vel í starfi.
Jónas er alin upp í Reykholti Biskupstungum þar sem að Tungufljótið rennur í gegn og þekkir því staðarhætti vel. Eins er hann sveitungum vel kunnugur, en hann hefur undanfarin ár dvalist í Laugarási á sumrin við uppbyggingu á gróðurbýlinu Ljósalandi.
Jónas hefur störf 24. júní og er hægt að ná í hann í síma S: 694 7444