Við heyrðum í veiðimönnum í vikunni sem stóðu vaktina í Hallá og létu þeir vel af veiðunum. Þeir fengu fjóra laxa og með þeim var heildartalan kominn nálægt tuttugu fiskum þetta sumarið. Hallá er rómuð síðsumarsá og er þetta því fínn árangur.
Téðir veiðimenn fengu tvo fiska í gljúfrinu fyrir neðan hús, 12 og níu punda fiska. Þeir bættu svo við tveimur nýgengnum sex og sjö punda úr hyl númer tvö.
Eitthvað af veiðileyfum er eftir í Hallá í sumar, áin er kjörin fyrir litla hópa og fjölskyldur.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is