Það er mikið rætt þetta sumarið hvað eins árs laxinn skilar sér illa. Eitthvað af honum virðist þó vera að skila sér í Hallá við Skagaströnd en þar var einmitt veiðimaðurinn Jóhannes Bárðarson ásamt fjölskyldu um verslunarmannahelgina. Sú helgi skilaði þeim níu löxum, allt eins árs laxar og voru þeir veiddir víðsvegar í ánni. Eins og víða annarstaðar vantar þó rigningar fyrir norðan.
Á meðfylgjandi myndum er Jóhannes Karl Bárðarson 12 ára að landa einum í Kjalarlandsfossum.