Menn hafa staðið regndansinn í Djúpi síðustu vikur og nú loks er það að bera árangur.
Ástandið var orðið þanning í Langadalsá að torfurnar héldu til í dýpstu hyljunum og mikla natni þurfti til að ná töku. Veiðin þessa þurrkardaga var eftir því – miður góð. Jafnvel Hvannadalsáin sem hefur úr betri vatnsforða að skipa var orðin vatnsminni en menn hafa séð hana um árabil.
En nú er komin betri tíð með rigningu í haga. Eftir duglegar skvettur síðstu daga hefur lifnað yfir veiðini við djúp. Síðasta holl í Langadalsá var með 26 laxa og þar af voru tveir glæsilegir stórlaxar 97 og 96 cm. Langadalsá er komin í 156 laxa veiði.
Í byrjun júlí var settur niður teljari í ána og stendur hann núna í 190 löxum en öruggt er að töluvert gekk áður en hann var settur niður. Enn er lax að ganga og síðustu daga hafa tveir til sex laxar gegnið teljarann á dag, grálúsugir fiskar eru enn að veiðast í ánni.
Við heyrðum í útlendum veiðimanni sem var að ljúka móti í Hvannadalsá en stundaði ána mjög lítið. Hann sagði að hann hefði séð fisk víða en hafði litlar sögur af aflabrögðum. Við erum að vona að Hvannadalsá fari líka að hrökkva í gang eftir regnið síðustu daga.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is