Leirvogsá 2017

Eins og flestum er kunnugt hefur Lax-Á leigt veiðiréttindi í Leirvogsá frá og með sumrinu 2017. Nokkrar breytingar verða á veiðifyrirkomulagi sem við vonum að stuðli að meiri og jafnari veiði í ánni allt tímabilið.

Leirvogsá hefur lengi verið vinsæl til maðkveiða og við vitum að menn klóra sér sumir hverjir í hausnum yfir þeirri ákvörðun okkar að að gera ána að hreinni fluguveiðiá. Sú ákvörðun er tekin eins og áður sagði með það í huga að auka fiskmagnið í ánni til þess að áin geti borið góða og jafna veiði allt fram á haustmánuði.

Í Leirvogsá eru frábærir flugustaðir og við höldum að til lengri tíma litið verði þessi breyting til góða bæði fyrir veiðimenn og ána. Hóflegur kvóti verður í boði á dagstöng eða tveir smálaxar á dag.

Við höfum nú byrjað bókanir fyrir ána næsta sumar og vel er byrjað að seljast. Ef þið hafið áhuga á ánni næsta sumar endilega hafið samband sem fyrst.

Hér má finna nánari upplýsingar um ána: Leirvogsá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is