Blanda I

Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur. Yfir hábjargræðistímann eða „prime time“ er Blanda þekkt fyrir góðar aflahrotur og ósjaldan ná menn kvótanum sem er 12 laxar á dag.

blanda 2-4 juli 04 008


Dammurinn og Breiðan eru fornfrægir veiðistaðir sem gefa góða veiði allt tímabilið. Blanda er öflugt vatnsfall á íslenskan mælikvarða, krefjandi á sem geymir sprettharðan og öflugan stofn.

Veiðireglur í Blöndu: Maðkur er einungis leyfður í Dammi norðan og sunnan (Dammur og Bugur) og í Holu efst á svæðinu. Fyrir neðan Damm, er eingöngu leyfð fluga. Spúnn er bannaður á öllu svæðinu! Þessi tilhögun er í gildi frá opnun og fram að yfirfalli. Eftir að yfirfall skellur á eru ekki hömlur á agni – en sami kvóti er þó áfram á hverja stöng.
Kvóti: 12 laxa kvóti á stöng á dag
Blanda

Staðsetning: Norðvesturland. Blanda rennur í gegnum Blönduós, um 240 km frá Reykjavík.

Tímabil: 5. júní – 5.sept.

Stangarfjöldi: 4 stangir, tvær á hvorum bakka.
Seld holl/dagar: Seldar eru holl og stakir dagar frá hádegi til hádegis með gisti og fæðisskyldu til 10.ágúst. Eftir 10.ágúst eru seldir dagar frá morgni til kvölds.
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (20. jún.–20. ág.)
7–13 og 15–21 (21. ág.–20. sept.)

Veiðitölur 2009: 2.413 laxar
Veiðitölur 2010: 2.777 laxar
Veiðitölur 2011: 2.032 laxar
Veiðitölur 2012: 832 laxar
Veiðitölur 2013: 2611 laxar
Veiðitölur 2014: 1931 lax

Meðalvigt: 8 pund.
Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15” fyrir línu 9-11.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur í Dammi og Holu, eingöngu fluga á Breiðu og neðar. Lax-á hvetur veiðimenn til að sleppa stórlaxi í öllum tilfellum, einnig þar sem það er ekki skylt.
Bestu flugur: Gárutúbur, Sunrise Shadow, Munroe Killer, Francis, Snældur ofl.

 Blanda2006 034
Aðgengi: Aðgengi að veiðistöðum er víðast hvar ágætt. Hægt er að ferðast um svæðið á venjulegum fólksbíl,  en í vætutíð getur borgað sig að vera á fjórhjóladrifnum bíl. Ekið er upp á svæði eitt vestan megin við brúna yfir ána. Þar er tekinn afleggjari upp í gegnum hesthúsahverfi sem endar á bílastæði við ána. Þaðan er örstuttur gangur að ánni. Þeir sem eiga veiði á austurbakkanum komast yfir ána á göngubrú fyrir neðan við bílastæðið.

Staðhættir og umgengni: Blanda er mjög vatnsmikil og straumhörð og því hvetjum við veiðimenn til að sýna varkárni og nota björgunarvesti. Fara skal mjög varlega þegar vaðið er í ánni og við hvetjum menn til að meta aðstæður, nota vaðstaf og taka enga áhættu. Takið með ykkur allt rusl og skiljið við svæðið eins og þið vilduð koma að því.

Veiðihús: Glæsilegt veiðihús sem býður upp á fulla þjónustu er ofarlega á svæði 2. Þar eru 12 gestaherbergi, öll tveggja- manna með baði. Rúmgóð borðstofa og björt og stór setustofa. Tveir heitir pottar eru á verönd og gufubað er í húsinu. Aðgerðaherbergi með stórum frysti og aðstaða öll til fyrirmyndar. Veiðimenn mega koma í hús klukkutíma áður en veiði hefst og skulu rýma það á sama tíma.

Skyldugisting með fæði: Frá opnun til 10. ágúst

Veiðikort: Kort 1

Veiðibók: Er í Hólahvarfi fram til 20. ágúst, en í Kúagerði (á svæði 1) eftir það.

Sími í veiðihúsi: 451 4070

Vatnsstaða: Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall.

Þegar Blanda fer á yfirfall hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágústmánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall. Lax-á getur því ekki borið ábyrgð sé áin á yfirfalli þegar veiðimenn eru við ánna.

Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2013 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september. Árið 2014 fór áin í yfirfall í lok Ágúst.

Bókanir og nánari upplýsingar:  Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100 

Jóhann Torfi – johann@lax-a.is ;Jóhann Davíð – jds@lax-a.is


 

Deila