Opnanir á efri svæðum Blöndu

Nú hefur svæði eitt í Blöndu verið opið í tæpar tvær vikur og togast jafnt og þétt upp úr ánni. Menn hafa á orði að þetta sé veiði líkari meðalári, engin veisla líkt og í fyrra en alltaf eitthvað á hverjum degi. Enn samanstendur aflinn eingöngu af stórlaxi 8 pund plús.

Í dag, þann 20.06 opnuðu svo svæði tvö og þrjú í morgunsárið. Tveir laxar drógust á land á hvoru svæði, þar af einn grálúsugur 95cm úr veiðistað nr. 300 á svæði þrjú. Með greininni er mynd af fyrsta laxinum af svæði tvö.  Líkt og sjá má á myndinn þrátt fyrir móðu á linsu er laxinn farinn að taka lit.

Svæði fjögur opnar svo kl 15:00 og verður spennandi að heyra hvernig gekk þar upp frá.  

Lítið er orðið eftir af leyfum í Blöndu fram í miðjan ágúst en reytingur er eftir á svæðum þrjú og fjögur sem má sjá í vefsölu: Vefsala Lax-Á

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is