Opnanir í Langadalsá, Leirvogsá og Tungufljóti

Árnar okkar opna nú í röðum og nú um helgina opnuðu þær nokkrar, allar með laxi.

Í Langadalsá við djúp komu fjórir laxar á land. Flott vatn var í ánni og aðstæður allar hinar bestu, smálaxinn virðist ekki farinn að sýna sig að marki, enda ekki von svona snemma.

Í Leirvogsá komu tveir fiskar á land á opnunarvaktinni, báðir úr Kvörn á Sunray. Margir voru misstir og sást lax á nokkrum stöðum en hann virtist á hraðri uppleið og stoppaði stutt enda gullvatn í ánni. Nú bíðum við eftir fyrstu almennilegu smálaxagöngunum í ánni og þá hefst veislan.

Það er aldrei hægt að týna upp jafn mikið af laxi í pyttunum fyrir neðan brú á flugu en maðk og því ætti öll áin að vera betur dreifð af laxi í allt sumar.

Einn lax kom á land í opnun í Tungufljóti en Róbert Haraldsson landaði 80cm hrygnu við fossinn.

Meðfylgjandi mynd er úr opnun Leirvogsár, fyrsti smálaxinn úr ánni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is