Við fengum senda eftirfarandi skýrslu frá Arnóri Guðmundssyni sem kíkti í Miðdalsá og Hvannadalsá nýlega:
Það var sæmilegt vatn í miðdalsánni og mátti sjá sjá bleikjur um víð og dreif um ánna , mikið fjör var í neðsta hylnum á flóðinu og tímaspursmál hvenar hún búnkar sig upp ánna, fengun nokkar bleikjur og höfðum gaman af.
Hvannadalsá, ekki var mikill lax gengin í ánna en þó voru nokkrir í fossonum og mátti sjá nýgegna laxa í djúpafoss, við lönduðum 3 löxum á þessari stuttu yfirferð en hinsvegar gaman að koma í þessa perlu og vera í þessari nátturufegurð, þarna á maður margar góðar minningar. Takk fyrir mig .