Eftir mikið vatnsveður síðustu daga fór loks að hækka í Stóru Laxá sem um munaði. Skot höfðu komið í ána fyrr í mánuðnum en ekkert í líkingu við mokið sem brast á með hækkandi vatni.
Við höfum heyrt af mönnum á öllum svæðum og alls staðar er góð veiði. Það kæmi ekki á óvart ef Stóra endaði í hátt í 600 löxum.
Tungufljót heldur áfram að gefa og er tölvuert af fiski í fljótinu. Á myndinni sem fylgir greininni má sjá ánægðan veiðimann í gær í fljótinu.