Við heyrðum í mönnum sem skruppu í Hallá á föstudaginn. Fyrst í stað var veðrið til friðs og komu þá á land tveir laxar 80 og 90 cm. Síðan gerði leiðinda slagveður og áin breyttist í foráttufljót eins og sjá má af meðfylgjandi mynd.
Hallá er með þessum fiskum komin í 13 laxa frá opnun sem er mjög gott þar sem áin er talin til síðsumaráa.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is