Loksins kom að því að nóg rigndi til þess að laxinn færi að ganga upp í Stóru Laxá. Tóti tönn var með hópi manna á svæðinu og tóku þeir fagnandi á móti gusunni sem heltist inn.
Þeir félagar veiddu 60 laxa á tveimur vöktum og var sá stærsti 103 CM. Stóra gefur alltaf af sér veislu á haustin og nú er hún byrjuð þó seint sé.
Tungufljót hefur líka verið ágætt síðustu daga. Þar komu til að mynda 10 laxar á land í gær, við eigum lausar stangir í vefsölu hér: Tungufljót
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is