Hvannadalsá geymir lax

Agust_Heimir_Olafsson_Hvannadalsa

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru að koma úr Hvannadalnum.

Mikið vatn er í ánni en þar kemur til bæði miklar snjóbirgðir í fjöllum eftir veturinn og þessi rigningartíð sem hefur hrellt vesturlandið þetta sumarið. Vonandi horfir til betri vegar eftir því sem snjóalög minnka og….rignir örlítið minna.

Alltaf skal þetta vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur veiðimönnum. Fyrst komu þurrkasumur en nú kemur flóð. Gætum við beðið um kjörvatnssumar svona einu sinni takk!

Þrátt fyrir vatnsmagnið þá hittu þeir félagar á lax, en þeir fengu  einn 86cm og einn smálax 54cm. Þeir voru að taka þessa fiska utan hefðbundinna veiðistaða, í svona vatni er aukin áskorun að lesa vatnið og reyna sem víðast.

Hvannadalsá var komin í 14 laxa þann 15.07 – allt stórlax fyrir utan þennan eina sem umræddir veiðimenn tóku.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is