Nú er rétt yfir mánuður síðan opnað var í silungs og sjóbirtingsveiðar og hefur silungsveiðin verið nokkuð góð ef marka má fréttir viðast að. Við erum með nokkur svæði í silungnum og hafa menn verið að ná í ágætis veiði þar.
Við opnuðum Leirvogsá fyrir sjóbirtingsveiði í fyrsta skipti í vor og hefur sá kostur slegið í gegn en uppselt er í ána. Veiðin hefur verið mestan part ágæt og hafa komið á land birtingar upp að 80cm.
Steini Haff leiðsögumaður okkar fyrir norðan skrapp í Blöndu í nokkra tíma og hafði vel upp úr krafsinu. Blanda getur nefninlega verið mjög góð í silungnum en það þarf að hafa fyrir honum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta aflans.
Og talandi um Blöndu, nú líður brátt að opnun á svæði 1 en það opnar 5.06. Það er mikil spenna í loftinu hjá þeim sem eiga opnun og vonandi hefst þetta að krafti.
Við viljum minna á að vefsalan okkar er stútfull af veiðileyfum og þar mun alltaf besta verðið vera á boðstólnum. Hér má skoða veiðileyfin: Vefsala – Lax-Á
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is