Við fengum sendan pistil frá Jóni Halldóri sem var sérlega ánægður með ferðina í Miðdalsá. Við gefum honum orðið:
„Við vorum þarna að veiða frá föstudegi fram á mánudag. Við komum seint á föstudag þannig að við byrjuðum ekki að veiða fyrr en á laugardagsmorgun. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við 5 saman og þar af 4 óvanir veiðimenn/konur (en með gríðarlega hæfileika) sem ALDREI höfðu fengið lax!!! Þau fengu öllu Maríulaxinn sinni í þessari ferð og þeir voru ekki af verri endanum. 13, 7, 6, 4 punda fiskar.
Ég hef sjaldan eða aldrei farið með eins litlar væntingar í veiði og núna Þessi veiðitúr fer í sögubækurnar fyrir þær sakir að við fengum 6 laxa og 15 bleikjur í á sem enn er verið að kortleggja J Við fengu þessa fiska aðallega í fossinum og svo fengum við fisk í hyl nr. 7 og 5. Við gengum ánna og það var lítið að frétta á milli fossins og hyls nr. 7. Nokkrir flottir staðir voru neðar í ánni þeas frá 7 og niður að ós.
Það er gaman að segja frá því að ég hafði fregnir af veiðimönnunum í Staðará og það er nú ekki langt þarna á milli og þeir fengu ekki fisk“.
Virkilega gaman að fá svona pistla og það er ljóst að þarna hafa orðið til margar veiðisögur!