Af Stóru Laxá

Stóra Laxá hefur verið að hrökkva hressilega í gír síðustu daga. Á svæði 1&2 hefur verið líflegt og komið 5-10 laxar á land á dag.

Svæði þrjú fékk væna gusu af fiski í vikunni og tók hópur þar átta laxa, Árni Bald og Gunnar Másson tóku sig til eftir það og lönduðu 9 löxum á einni vakt.

Svæði fjögur hefur líka verið líflegt og hafa verið að koma nokkir á land á dag. Freyr súpergæd var með hóp þar sem veiddi til að mynda fimm laxa í fyrradag.

Það eru komnir yfir hundrað laxar á land úr ánni og eins og menn vita er allur besti tíminn eftir. Það verða spennandi tímar síðsumars í Stóru Laxá.

Veiðikveðja,

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is