Hann Nökkvi Svavarsson skelti sé eina morgunvakt upp á svæði fjögur og sendi okkur þennan pistil og þessa fallegu mynd.
Við skutumst tveir félagar uppí Stóru-Laxá IV síðastliðinn laugardag og náðum bara morgunvaktinni, þurftum svo að bruna í bæinn.
Fórum beinustu leið í Bláhyl og röltum okkur svo uppí Hundastapa og veiddum okkur niður í Bláhyl.
Við urðum varir við fiska í Hundastapa, Efri Nálarhyl og Bláhyl.
Í Bláhyl náðum við einum 4 punda sjóbirting og svo einum 58cm nýlegum hæng sem var sleppt.
Laxinn tók fluguna Árni Bald Special sem var í algjörum henglum eftir skemmtilega viðureign.
Við urðum varir við töluvert af nýlegum smálaxi í Bláhyl, misstum 2 og urðum varir veið enn fleiri.
Greinilegt að rigningin sem kom um daginn hefur hjálpað til.
Svo mörg voru þau orð og greinilega mikið gaman!
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is