Samkvæmt nýjustu tölum er Langadalsá við Djúp komin í 470 laxa. Lax er vel dreifður um ána og eru flest holl að fá fínan afla. Örn Kjartansson var í ánni um síðustu helgi og lét hann vel af veiðinni. Hollið setti í 15 laxa og landaði 10 af þeim, tveir voru yfir 80cm. Laxarnir komu af öllum svæðum. Við höfum …
Af Stóru Laxá
Stóra laxá er enn ekki komin í haustgírinn en þó er engin ördeyða í ánni. Síðasta holl á svæði eitt og tvö var með fimmtán laxa. Nú dansa menn regndans til að bæti í ána og kraftmiklar göngurnar vaði á heimaslóðir. Hingað til hefur laxinn gerst heldur heimakær á Iðu og veiðin þar hefur verið góð eftir því. Við látum …
Höfðinginn í Hvannadalsá
Við heyrðum af veiðimönnum sem fóru í Hvannadalsá fyrir skemmstu. Í fyrsta kasti settu þeir í lax og lönduðu honum og hugsuðu sér gott til glóðarinnar. En eins og stundum vill verða í veiðitúrum þá var þetta eini laxinn sem þeir fengu í túrnum! Þeir sáu þó risastóran dreka liggja í Imbufljóti og treystu sér til að áætla að hann …
Klakkistur í Svartá
Kæru veiðimenn, Við erum búin að koma fyrir klakkistu við Brúnarhyl í Svartá og aðra við Raflínustreng. Við værum afskaplega þakklát ef þeir sem eiga leyfi í ánni í haust myndu sleppa lífvænlegum fiski í kistuna, sérstaklega hrygnum. Þannig geta veiðimenn hjálpað okkur að byggja upp stofninn í ánni svo veiðin verði jafnvel enn betri í Svartá á næstu …
Svartá er í toppformi
Svartá er búin að vera í góðum gír í sumar og nú er áin komin vel yfir 500 laxa á stangirnar fjórar. Algeng veiði holla hefur yfileitt losað nokkra tugi fiska. Lax er nú dreifður víða um ána en langmest er enn af laxi í neðri hluta árinnar og er Hólmabreiðan pökkuð af laxi. Nú er ekkert yfirfall til að …
Fréttamolar af laxveiði
Vel hefur veiðst víðast hvar í sumar en nokkrar ár eru þó í meðalagi eða hreinlega undir því. Hvannadalsá við djúp hefur verið undir meðaltali í sumar og síðustu tölur eru upp á 53 laxa. Ánni til vorkunnar má benda á að hún var óveiðandi næstum mánuð í upphafi veiðitíma vegna vatnavaxta. Enn lifir töluvert af veiðitímanum og vonandi gefur …
Blanda setti nýtt Íslandsmet!
Við vorum að fá þær fregnir frá Vigni veiðiverði í Blöndu að áin væri nú komin í 4230 laxa. Þetta er ekki bara langbesta veiðin úr ánni frá upphafi heldur er þetta líka Íslandsmet úr sjálfbærri veiðiá! Fyrra metið átti Þverá/Kjarará frá 2005 en þá veiddust 4165 laxar. Og enn togast úr Blöndu og því víst að talan á eftir …
Tungufljót að koma til
Tungufljótið var afar seint í gang þetta árið og veiddust fyrstu laxarnir ekki fyrr en í ágúst en í fyrra var hann mánuði fyrr á ferðinni. Helsta ástæðan fyrir þessu slóri teljum við vera að vatnshiti var afskaplega lágur fram eftir sumri og sá blái hikaði við að ganga upp ferskvatnið. Við heyrðum til að mynda af fiskum veiddum á …
Af Miðdalsá
Við heyrðum fréttir af veiðimanni sem er nú staddur í Miðdalsá á Ströndum. Hann var kominn með einn lax og tvær bleikjur strax klukkan níu í morgun og hafði líka misst einn lax. Þessa fiska setti hann í á stað sem er sirka í miðju gljúfrinu, mitt á milli vaðs og foss. Miðdalsá fór seint af stað líkt og margar …
Af Hallá
Það verður seint sagt að Hallá hafi byrjað tímabilið af krafti en hún kom þó til síðla sumars. Menn voru að kroppa úr ánni fisk og fisk fram í miðjan júlí en svo kom fyrsta gangan af krafti. Magnús Þorvaldsson hefur veitt í ánni til fjölda ára og yfileitt gert fína veiði. Hann mætti í ána ásamt föruneyti síðla í …