Ágæt í Ásgarði

Það hefur verið ágæt á Ásgarðssvæðinu í Soginu undanfarið en veiðimenn hafa verið að ná 1-2 löxum á vaktinni. Heyrðum af veiðimanni sem setti í þrjá laxa laugardagsmorgun en eftir að missa tvo af þeim lauk lokaviðreignin með brotni stöng og lönduðum laxi. Það eru hefðbudnir staðir sem hafa verið að gefa en Frúarsteinninn, Símastrengur, Hvannhólmi og Ásgarðsbreiðan hafa oftast verið nefndir. Það …

Blanda Rokkar!

Okkur leiðist ekki að færa ykkur fréttir af Blöndu enda er veiðin þar ævintýri líkust þessa dagana. Svæði eitt er líklega með einna bestu veiði á landinu sé miðað við stangarfjölda, við heyrðum af tveggja daga holli sem var með 100 laxa á stangirnar fjórar. Blanda er nú komin vel yfir 600 laxa. Efri svæði hafa líka verið að gefa …

Laxveiðifréttir

Stóra Laxá er aðeins farin að minnka í vatnsmagni og við heyrðum af laxi á land á svæði 1&2 og þrjú, nú fer þetta vonandi að detta í gang. Holl sem er nú við veiðar í Ásgarði er komið með fjóra laxa og eitthvað af fiski er að ganga í Sogið, lúsugur lax veiddist nýlega á Tannastöðum. Veiðimaður sem var …

Nýjustu tölur úr Blöndu og fl.

Blanda er áfram í bullgír og blússandi hamingja á bænum.  Spánverjar sem voru við veiðar fyrir helgi lönduðu 76 löxum á fjórar stangir á einum og hálfum degi eða nákvæmlega 6,33 laxa á stöng á vakt! Svæði eitt í Blöndu er í þessum skrifuðu orðum komið í 342 laxa. Efri svæði eru líka farin að gefa nokkuð vel.  Á svæði …

Nú verða sagðar laxveiðifréttir

Blanda er dottin í súpergír á svæði I og dagarnir hafa verið að gefa hátt í 30 laxa, mest er þetta enn vel haldinn tveggja ára fiskur en smálaxinn er farinn að sýna sig.  Öll efri svæði hafa nú gefið fisk og við heyrðum af einum degi á svæði 2 sem gaf 7 laxa. Veiðimenn á Blöndu fjögur lönduðu fjórum …

Laxveiðifréttir að norðan

Ágætlega hefur gengið í Blöndu og nú er smálaxinn farinn að sýna sig á svæði eitt. Í gær komu 21 lax á land og 19 laxar í fyrradag, það eru fimm laxar á stöng á dag sem er líklega besta veiðin á landinu. Og þó svo að smálaxinn sé farinn að sýna sig þá er þetta enn stórlax í miklum …

Blanda á góðu róli

Við hleruðum að norðan að Blanda væri í fínum málum.  Frá opnun þann fimmta júní eru yfir 60 laxar komnir á land. Allt eru þetta rígvænir tveggja ára fiskar, engin undir 76cm en margir á bilinu 80-86cm, spikfeitir og pattaralegir. Nokkrir höfðingjar á bilinu 90 – 92cm hafa tosast upp. Fáar vaktir hafa núllað en vissulega eru dagarnir að skila …

Af opnunum Blöndu og Norðurár

Eins og allt veiðifólk ætti að vita þá opnuðu Blanda og Norðurá að morgni dags þess fimmta júní. Menn höfðu nokkuð hófstilltar væntingar og héldu jafnvel að hrímkalt vorið gæti seinkað veiði að einhverju marki. En ekki var það svo, o sei sei nei. Fyrsti laxinn kom úr Norðurá rétt upp úr sjö og Blanda gaf sinn fyrsta fisk um …

Af silungsveiði

Þau eru fá, en vissulega skemmtileg silungsveiðisvæðin sem við bjóðum upp á.  Vel hefur kroppast upp á öllum svæðum í vor. Vorveiðin í Blöndu var ekki mikið stunduð en við heyrðum af mönnum sem gerðu prýðilega veiði þar. Ólafur Tómas renndi sér í Blöndu og slakaði á land nokkurm urriðum auk þess sem hoplaxar hrukku á færið. Ólafur heldur úti …

Varmá vermir veiðisál

Síðuritari og Simon Nilson sem er búðarstjórinn okkar í Grænlandi og þjáist líka af veiðisýki á ólæknanlegu stigi skelltu sér í bæjarlækinn í Hveragerði – Varmá.  Og sprænan kom á óvart, í Varmá sé stuð! Daginn sem við fórum voru allar stangir seldar og því reyndum við ekki einu sinni að fara í Stöðvarhylinn. Þess í stað ákváðum við að …