Við hjá Lax-Á höfum um árabil boðið upp á vinsælar ferðir til Grænlands hvort sem er til að sveifla stöng eða munda byssu.Við höfum byggt upp glæsilega aðstöðu í Suður Grænlandi. Þar höfum við reist gistiaðstöðu þar sem allt er til alls og menn geta látið fara vel um sig í óbyggðum Grænlands. Flugfélag Íslands flýgur beint til Narsarsuaq og …
Þetta er byrjað!
Nú er þetta byrjað eða þannig sko. Sjóbirtingsveiðin er byrjuð af krafti og menn hafa verið að gera fína veiði síðustu daga þó að tíðin sé eins og við vitum svona fremur leiðinleg. Á meðan má finna íslaust vatn þá er veitt og brosað upp í hríðarhaglandann! En þetta er bara undanfari, áður en við vitum af þá grænkar allt …
Sog Ásgarður – Stórlax og stemming
Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði sem er þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Ásgarður hefur í gegnum tíðina gefið fjölmarga metfiska og er því eftir nokkru að slægjast. Síðasta sumar veiddist stærsti laxinn á landinu einmitt í Soginu. Sogið er stórskemmtilegt veiðisvæði sem er einstakt á íslenskan mælikvarða. Vatnið er tært eins og fjallalækur en það er mikið af því enda …
Stórlaxaferð til Kola
Kæru veiðimenn, Dreymir ykkur um að veiða lax yfir 20 pundum? En 30 pund? En jafnvel 40 punda plús skrímsli? Myndin hér að ofan er af laxi sem var viktaður í háf slétt 20kg! Við höfum undanfarin ár verið að fara með veiðimenn til Rússlands einmitt í þeim tilgangi að ná þessum stóru, þessum risastóru sem alla dreymir um að …
Vorveiðin er að bresta á
Þótt ótrúlegt megi virðast í þessu lægðarfargani sem lemur á okkur, þá er að koma vor. Og vorið boðar veiði – það eru ekki nema 19 dagar þar til fyrstu ársvæðin okkar opna. Við eigum í handraðanum marga skemmtilega kosti í vorveiðina, bæði með og án húss. Fyrst ber að telja silungsveiðina í Ásgarði í Soginu sem opnar 1.apríl. Menn …
Skotland: Laxveiði að vori til
Nú fer að styttast í silungsveiðina hér á Íslandi en fyrir þá sem ekki þekkja fór laxveiðin af stað í Skotlandi núna 1.febrúar. Við hjá Lax-á förum á hverju ári á vorin í ánna Dee í Skotlandi til að ná úr okkur veiðihrollinum og renna fyrir lax. Afar góð upphitun fyrir tímabilið hér á klakanum. Fyrir áhugasama þá bjóðum við …
Vefsalan uppfærð
Við höfum fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um vorveiðidaga á silungasvæðum okkar í Ásgarði og Tungufljóti síðustu vikurnar og hafa þessi svæði nú verið uppfærð inná vefsölu Lax-á. Bæði þessi svæði opna núna 1.apríl og eru áhugaverðir möguleikar fyrir veiðimenn til að væta færi þessa fyrstu veiðidaga ársins. Vinna fór í gang á uppfærslu á vefsölu Lax-á fyrr á þessu …
Svartá er dásemd
Þeir vita sem prófað hafa að Svartá er einfaldlega með skemmtilegri ám á landinu. Enda er það svo að menn koma ár eftir ár eftir ár o.s.frv. „Einu sinni prófað, þú getur ekki hætt“ eins og sagði í gömlu auglýsingaslagorði. Svartá hefur allt sem prýðir feiki fína fluguveiðiá, þrjátíu kílómetrar af vatni, yfir 70 veiðistaðir og hver öðrum skemmtilegri. Hratt …
Veiðin fyrstu vikuna í DEE
Enn færum við ykkur fréttir af Dee, enda gaman að geta sagt fréttir af laxveiði sem er komin í gang. Sérlega gaman finnst okkur að skoða myndir af vel höldnum nýgengnum laxinum og ekki er laust við að það ýti undir skjálfta í kasthendinni. Fyrstu vikuna í Dee komu á land 42 laxar en aðstæður voru mjög erfiðar, lágt hitastig …
Fréttir af opnun DEE
Menn voru nokkuð kátir á bakkanum við DEE í opnuninni þrátt fyrir snjóföl á bakkanum. Aðstæður á opnunardaginn voru prýðilegar að sögn veiðimanna og komu þá á land 11 nýgengnir laxar eða svokallaðir „Springers“. Auk þessa veiddust hátt í hundrað svokallaðir „Kelts“ eða það sem við myndum hreinlega kalla niðurgöngulaxa. Annan dag veiðanna brast á með slydduhraglanda og voru aðstæður …