Þó rétt sé nýslegið í febrúar þá fara nokkrir Skotar með glansbónaðar tvíhendurnar sínar ásamt vinum í dag og opna hina fornfrægu á – DEE. Við hér á skrifstofunni bíðum spennt frétta úr ánni og leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn. Við hleruðum á tali heimamanna að torfa af höfrungum hefði sést við árósinn og þeir töldu víst að höfrungarnir …
Vorveiðin er handan við hornið
Þegar ég skóf bílinn minn í morgun, líklega í milljónasta skiptið þennan veturinn var mér hreint ekki iðagrænt vorið í huga. En staðreyndin er nú samt sú að það eru bara tæpir tveir mánuðir í að vorveiðisvæðin opna. Tveir mánuðir! Mikið óskaplega hlakkar síðuiritara til að komast út og bleyta í færi og svo er líklegast raunin með okkur flest …
Tungufljót er ódýr laxveiðikostur
Fyrir þá veiðimenn sem eru að leita að budduvænum veiðikosti vildum við benda á Tungufljót í Biskupstungum. Eins og við höfum ritað um er fljótið á uppleið, en verði veiðileyfa verður áfram stillt í hóf. Hér má lesa greinarstúf um fljótið í fortíð og framtíð: Tungufljót í Biskupstungum er á uppleið Veiðin síðastliðið sumar var þokkaleg þó fljótið væri lítið stundað. …
DEE í Skotlandi opnar von bráðar
Nú erum við komin réttu megin við jólin og heldur fer að styttast í fyrsta kastið. En fyrir óþreyjufulla viljum við benda á skemmtilegan kost í laxveiði hjá vinum okkar í Skotlandi. Við hjá Lax-Á höfum boðið upp á ferðir í ána DEE í Skotlandi til fjölda ára. Áin er ein af fjórum bestu laxveiðiám Bretlandseyja og veiðarnar þar eiga sér …
Litið um öxl – gleðilegt ár
Um áramót er við hæfi að líta um öxl. Og þó, sumir vilja helst ekkert tala um veiðina í sumar. Verður 2014 og 15 eins og árin 2012 og 13 þegar veiðin var arfaslök það fyrra og metveiði á landinu það síðara? Þá eigum við von á fjöri næsta sumar! Árið var langt því frá einhver hörmung, það fengu margir …
Ásgarður Silungasvæði
Silungsveiðin í Ásgarði hefur verið vinsæll kostur á vorin en svæðið opnar fyrir óþreyjufulla veiðmenn þann 1. apríl ár hvert. Fyrst um sinn er veiði leyfð allt frá markargirðingu við Álftavatn og upp allt Ásgarðssvæðið að veiðimörkum við Syðri Brú. Eftir 10. Júní er veiði eingöngu leyfð á svokölluðu silungasvæði, þá afmarkast svæðið af víkinni neðan gamla veiðihússins og að markargirðingunni …
Stórlaxinn er í Kola ánni
Til fjölda ára höfum við hjá Lax-Á boðið upp á veiðiferðir til Rússlands, nánar tiltekið á Kolaskaga en þar um slóðir má finna margar glæsilegar laxveiðiár. Einna þekktust er áin Kola sem allur skaginn dregur nafn sitt af. Kola er þekkt fyrir ógnarstóra fiska og þar veiðast fiskar yfir 40 pund ár hvert. Tuttugu pundarar – plús eru algengir og …
Tungufljót silungasvæði
Silungasvæði Tungufljóts hefur verið á uppleið síðustu ár og þeir sem hafa lagt sig fram hafa gert oft á tíðum góða veiði. Svæðið er afar víðfemt og nær frá ármótum Einholtslæks og Tungufljóts og í raun eins langt upp með fljótinu og menn kæra sig um að fara. Vel rúmt er um þær 8 stangir sem er leyft að veiða …
Í Argentínu er ævintýraleg veiði
Kau Taupen er með frægustu sjóbirtingsveiðisvæðum í heiminum. Fiskurinn þar um slóðir verður ógnarstór og vikulega veiðast fiskar yfir 20 pund, á hverju tímabili veiðast skrímsli á bilinu 27 – 32 pund. Það er ekki að ástæðulausu sem menn leggja á sig langt ferðalag til að komast í svona veislu! Og í Argentínu er veiðiferðin samfelld veisla. Veiðihótelið við Kau Taupen er …
Laxveiðin í Blöndu
Eins og menn vita var Blanda hreint prýðileg í sumar. Áin í heild endaði í 1931 laxi en það er góður árangur í annars slöku ári víðast hvar. Sumarið 2013 (sem flestir veiðimenn minnast brosandi með hlýju) gaf áin 2611 laxa. Sumarið 2012 (árið sem flestir vilja gleyma) gaf Blanda 832 laxa. Hæst hefur áin farið í 2777 laxa árið …