Norðurá opnaði fyrst laxveiðiáa í gær og var 10 löxum landað í gærdag og bættust svo tveir við í kjölfarið fyrir hádegi í dag. Blanda fylgdi fljótt í kjölfarið og opnaði í dag. Fyrir hádegi í dag voru komnir 4 laxar á land í Blöndu. Á myndinni má sjá Reyni með lax úr Blöndu í morgun. Í Þverá komu 3 …
Spennandi tilboð í vefsölu
Við vorum að setja inn mörg spennandi tilboð í vefsöluna hjá okkur. Þar er að finna tilboð á öllum veiðisvæðum, lægsta tilboð frá 17.500kr. dagurinn. Í vefsölunni er að finna mörg veiðisvæði, svo sem Stóru Laxá, Tungufljót, Norðurá, Eystri Rangá, Ásgarð í Soginu, Ytri Rangá ofl. Þar eru bæði seldar stakar stangir, stangir saman tvær í pakka og með mismunandi …
Kynningar frestast um helgina
Kynningar sem stóð til að halda í Tungufljóti á laugardaginn og Stóru Laxá svæði 4 á sunnudaginn frestast vegna mikillar rigningar. Við látum vita fljótlega með nýjar dagsetningar og hlökkum til að sjá sem flesta. Kynningin á svæði 4 er full en hægt er að skrá sig á biðlista og nokkur laus pláss eru eftir í Tungufljóti.
Kynning á Tungufljóti
Kynningarnar í vor hafa farið vel af stað og var mjög góð mæting bæði í Ásgarði og í Stóru Laxá. Því hefur verið ákveðið að bæta við kynningu á Tungufljóti. Þar verður haldin veiðistaðakynning á laxasvæðinu í Tungufljóti 30.maí nk, laugardag kl 13.00. Laxasvæðið nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú. Á veiðistaðakynningunni verður farið yfir …
254 silungum landað í Ásgarði
254 silungum hefur verið landað í Ásgarði á silungasvæðinu síðan það opnaði. Það er stórgóð veiði og mjög mikið um stórar og sterkar bleikjur. Veiðin hefur því nú þegar næstum náð heildarveiðitölu síðasta árs yfir veiddar bleikjur á svæðinu og enn er nóg eftir af veiðitímabilinu fyrir þetta árið, það verður því áhugavert að fylgjast með veiðitölunum á komandi mánuðum. …
Tilboð og kóði í vefsölu
Landsmenn eru eflaust orðnir þreyttir á fordæmalausu ástandi síðustu mánuði og hugsunin um að komast út í náttúruna er mörgum kær. Við vonum því að sem flestir fái að njóta þess að veiða í sumar og nýta tímann með ástvinum og félögum. Nú höfum við sett af stað tilboð í vefsöluna okkar fyrir komandi sumar á mörgum veiðisvæðum og vonum …
Kynning á Stóru Laxá
Margir þekkja Stóru Laxá og fegurðina sem hún hefur upp á að bjóða. Næstu helgar mun fara fram veiðistaðakynning á öllum svæðum Stóru Laxár þar sem farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum, sér að kostnaðarlausu, að kynnast ánni á staðnum og læra á hana. …
Veiðistaðakynning á Ásgarði
Í gær fór fram fyrsta veiðistaðakynningin á laxa- og silungasvæðinu í Sogi Ásgarði en hún var vel sótt og lærdómsrík. Næsta veiðistaðakynning í Ásgarði fer fram nk sunnudag kl. 16.00. Næsta kynning er nánast fullbókuð en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is Ef hún verður fullbókuð er hægt að skrá sig á biðlista á …
210 silungum landað í Ásgarði
Það hefur verið framúrskarandi veiði á silungasvæðinu í Ásgarði, sem er auðvitað kærkomið sérstaklega á þessum skrítnu samfélagstímum. Bleikjurnar sem veiðst hafa flestar hverjar verið mjög stórar svo gamanið er mikið.
- Page 2 of 2
- 1
- 2