Blanda komin yfir 2000 laxa múrinn

Blanda er aflahæst á landinu og rauf nýlega 2000 laxa múrinn. Það stefnir í algert metsumar í Blöndu!

Nú er hægt að tala um mok á öllum svæðum í ánni, við heyrðum til að mynda af mönnum sem voru að klára túr á svæði 3 og voru með yfir 50 laxa á þremur dögum.

Á svæði eitt eru stangirnar að taka kvótann sinn á dag sem er 12 laxar, þeir sem brúka eingöngu maðk hafa sumir þurft að hverfa aftur í hús eftir tveggja tíma veiði vegna uppurinns kvóta! Svæði eitt er komið eitt og sér langt yfir 1000 laxa

Og það eru góðar fréttir af lóninu fyrir veiðimenn. Vatnssöfnun hefur verið afar lítil í sumar og því litlar líkur á að yfirfall skelli á þó við þorum aldrei að fullyrða slíkt.

Við vorum að bæta við restinni af dögunum á svæði eitt og fjögur í vefsöluna. Þar er hægt að gera hrikalega góða kaup.

Við biðjum veiðimenn að sýna ánni virðingu og sleppa eins miklu og hægt er svo að við getum byggt áfram á þessum góða árangri.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is