Við vorum að fá þær fregnir frá Vigni veiðiverði í Blöndu að áin væri nú komin í 4230 laxa. Þetta er ekki bara langbesta veiðin úr ánni frá upphafi heldur er þetta líka Íslandsmet úr sjálfbærri veiðiá! Fyrra metið átti Þverá/Kjarará frá 2005 en þá veiddust 4165 laxar.
Og enn togast úr Blöndu og því víst að talan á eftir að verða hærri í lok tímabils. Takan er þó minni eins og von er síðla sumars en besta veiðin um þessar mundir er uppi á svæði fjögur.
Við erum afar glöð með þennan góða árangur og óskum veiðimönnum og veiðifélagi Blöndu innilega til hamingju.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is