Ágætu veiðimenn,
Það ber vel í veiði hjá Landsvirkjun þar sem öll lón þeirra á landinu eru við það að fyllast og þar á meðal Blöndulón. Þetta eru ekki eins góðar fréttir fyrir veiðimenn þar sem áin verður erfiðari til veiða þegar yfirfallið skellur á.
Við vildum benda á að allar agn og stærðar takmarkanir falla úr gildi þegar áin fer á yfirfall, veiða má þá á allt löglegt agn á öllum svæðum. Kvóti er eftir sem áður í gildi.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð