Eftir hita, rigningar og rok síðustu daga hefur innrennsli Blöndu í Blöndulón tvöfaldast.
Þegar þetta er skrifað er vatnshæð í Blöndulóni 477,73 m.y.s og vatnsmagn 397Gl. Yfirfall er
í 478,00 m.y.s og þá vatnsmagn 412Gl.
Á síðustu sólahringum hefur innrennsli verið um 6-7Gl. og aðeins 16 Gl. eftir í yfirfall.
Þegar áin er komin á yfirfall er allt agn leyfilegt í Blöndu. En alls ekki fyrr!