Veiðin í Stóru Laxá hófst með fljúgandi krafti í síðustu viku, Svæði fjögu opnaði fyrst og skilaði 40 löxum í opnun.
Næst var röðin komin að svæði 1&2 en þar var líka bullandi líf og 46 laxar komu á land í opnunarhollinu.
Síðast þegar við fréttum var svo búið að veiða 15 laxa á tvær stangir á svæði þrjú.
Vel hefur veiðst á svæðunum líka eftir opnun, Stóra Laxá er í heildina komin vel yfir 100 laxa og hefur hún líklega aldrei byrjað betur. Í gær veiddist svo 104 cm hængur á svæði fjögur sem er líklega stærsti lax sumarsins á Íslandi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Tómas með flykkið sem tók Sunray.
Við eigum lausa daga á öllum svæðum á næstu dögum m.a um næstu helgi. Gerðu dótið klárt!
Veiðikveðja
Jóhann Davíð