Breytingar í Eystri Rangá!

Kæru veiðimenn,

Lax-Á hefur nú selt veiðihús sín við Eystri Rangá til Roxtons á Englandi. Við höfum í gegn um tíðina átt mjög gott samstarf við Roxtons og treystum þeim 100% fyrir þessu verkefni. Við þökkum öllum sem við höfum átt viðskipti við í gegn um tíðina kærlega fyrir gott samstarf og hlökkum til að geta boðið upp á veiðileyfi áfram við ána.  

Við munum eftir sem áður selja veiðileyfi í ána rétt eins og áður.

Það verða nokkuð miklar breytingar um veiðitilhögun á næsta ári. 

  • Roxton mun hafa yfir öllum 18 stöngunum í ánni að ráða frá 1.07 til 03.09
  • Áin verður eingöngu seld í þriggja daga hollum með leyfi, gistingu – fullu fæði og áfengum drykkjum og gæd deildum með annari stöng.
  • Eingöngu verður leyfð fluguveiði með til þess gerðum stöngum til 20.08. Frá 21.08 -03.09 er allt löglegt agn leyfilegt

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is