Breytingar í Leirvogsá 2018

Eins og menn vita var eingöngu fluga leyfð í Leirvogsá í sumar sem leið. Margir fögnuðu þessu framtaki en aðrir voru fúlir eins og gengur. Við höfum nú ákveðið að snúa við þessari ákvörðun og leyfa maðkveiði að nýju í ánni sumarið 2018 með ákveðnum skilyrðum:

Maðkur er leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi til og með 20.08.

Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta. Eingöngu fluga í allri ánni frá og með 21.08.

Kvóti er sex laxar á stöng á dag, eftir að kvóta er náð má veiða og sleppa á flugu.  

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is