Kæru veiðimenn,
Veiðireglur í Blöndu verða með breyttum hætti frá og með árinu 2016. Blanda fóstrar ákaflega sterkan sjálfbæran stofn og við viljum tryggja að svo verði áfram. Sem hluta af veiðistjórnun munum við setja sanngjarnan og ríflegan kvóta á öll svæði frá og með árinu 2016. Örlitlar aðrar breytingar verða gerðar sem lesa má um varðandi hvert svæði hér að neðan.
Blanda I
Kvóti verður nú sex laxar á vakt per stöng í stað tólf laxa á dag áður, semsagt tæknileg útfærsla en ekki minni dagskvóti. Ekki er heimilt að færa óveiddan kvóta á milli vakta.
Blanda II
Kvóti verður þrír laxar á vakt, alls sex laxar á dag per stöng. Ekki er heimilt að færa óveiddan kvóta milli vakta. Veiðihúsið Móberg fylgir með svæði tvö frá og með 2016.
Blanda III
Kvóti verður þrír laxar á vakt, alls sex laxar á dag per stöng. Ekki er heimilt að færa óveiddan kvóta milli vakta. Gisting í Hólahvarfi með morgunverði fylgir hverri stöng.
Blanda IV
Einungis verður veitt á flugu allt tímabilið. Kvóti verður þrír laxar á vakt, alls sex laxar á dag per stöng. Ekki er heimilt að færa óveiddan kvóta milli vakta. Sleppa verður öllum laxi 70cm og yfir.
Við vonum að þesarar breytingar leggist vel í veiðimenn og þeir aðstoði okkur í að halda Blöndu á stalli meðal bestu laxveiðiáa landsins.
Veiðikveðja,
Árni Baldursson, Jóhann Davíð, Jóhann Torfi