Nú berast okkur þær fréttir að Djúpið hafi dottið í gang svo um munar. Örn var að veiða Langadalsá og sendi okkur þennan pistil:
„Vorum að ljúka við veiði á hádegi , eftir 3 daga veiði þá var sett í 59 laxa og 37 landað, fiskur víða um ánna og greinilega góðar göngur á leið upp. Áin því komin í 100 laxa. Þetta er besta holl okkar félagana sem höfum komið í Langadalsá síðastliðin 10 ár. Læt fylgja hér mynd af mér með fallegum lax tekin á lítin sunray í Neðra Brúarfljóti sem var pakkaður af laxi flesta dagana enda gott vatn í ánni.“
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is