Þeir eru að fá hann í Skotlandi

Veiðar eru byrjaðar fyrir nokkru síðan í Skotlandi og þeir hafa verið að týna upp einn og einn silfursleginn nýgenginn. Við hjá Lax-Á höfum umsjón með einu besta svæðinu í ánni Dee sem heitir: “Lower Crathes”. Þar hafa verið að týnast á land nokkrir laxar í viku en aðstæður undanfarið hafa ekki verið upp á það besta en afar kallt er í verði og vindasamt. Auðvitað láta veiðimenn það ekki á sig fá og standa sína plikt við bakkann.

Nú nýlega veiddust tveir átján punda laxar á svæðinu og eru myndir af þeim með þessari frétt. Það yljar um hjartað að sjá svona fallega nýgengna laxa og nú eru bara tæpir þrír mánuðir í að veislan byrji hér heima. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.s